LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 09:14

Leiđtogar ESB ríkja fagna afmćli Rómarsáttmálans

FRÉTTIR

Munur milli kynja eykst í uppsveiflu

 
Innlent
07:00 18. MARS 2016
Launamunur kynjanna međal félagsmanna SFF hefur aukist um eitt prósent frá 2010.
Launamunur kynjanna međal félagsmanna SFF hefur aukist um eitt prósent frá 2010. FRÉTTABLAĐIĐ/GETTY

Kynbundinn launamunur jókst milli áranna 2013 og 2016 meðal félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Þetta er niðurstaða nýrrar kjarakönnunar sem framkvæmd var í febrúar.


Kristín Ástgeirsdóttir er framkvćmdastjóri Jafnréttisstofu. Fréttablađiđ/Pjetur
Kristín Ástgeirsdóttir er framkvćmdastjóri Jafnréttisstofu. Fréttablađiđ/Pjetur

Samkvæmt henni eru karlar með hærri laun en konur í 34 af 38 starfsheitum. Meðal fólks í fullu starfi fengu konur að jafnaði greidd 12,9 prósentum lægri heildarlaun þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Árið 2013 mældist kynbundinn launamunur hins vegar 12,1 prósent og 11,9 prósent árið 2010. Launamunurinn dróst töluvert saman milli áranna 2008 og 2010, og virðist því fara vaxandi í uppsveiflu.

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir að þessi þróun eigi sér stað, að launamunur í fjármálafyrirtækjum aukist með betra efnahagslífi. „Þannig var þetta fyrir hrun,“ segir Kristín. „Þetta er sérkennilegt og reynslan og umræðan eftir 2007 ætti að kenna okkur að fá fleiri konur inn í þessi fyrirtæki og endurtaka ekki sömu vitleysuna.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Munur milli kynja eykst í uppsveiflu
Fara efst