Munum rísa gegn dauðadómi samkynhneigðra 15. nóvember 2012 07:00 Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira