Fótbolti

Mourinho: Vel gert Klose, en þú ert enginn Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miroslav Klose er markahæsti leikmaðurinn í sögu lokakeppni HM.
Miroslav Klose er markahæsti leikmaðurinn í sögu lokakeppni HM. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki ánægður að sjá MiroslavKlose hirða markametið í lokakeppni HM af brasilíska framherjanum Ronaldo á þriðjudagskvöldið.

Klose skoraði annað mark Þjóðverja í 7-1 stórsigrinum í undanúrslitum HM 2014 og er nú búinn að skora 16 mörk í lokakeppni HM, einu marki meira en Ronaldo.

„Ég tek hatt minn ofan fyrir Klose,“ sagði Mourinho í samtali við Yahoo. „Ég ber mikla virðingu fyrir mörkunum sem hann hefur skorað en sannleikurinn er sá að leikmaður sem ég tel þann næstbesta í sögunni á eftir Maradona var að missa metið sitt.“

„Ronaldo er besti fótboltamaður síðustu tveggja áratuga. Hann missir allavega ekki titilinn sem sá bestu síðustu 20 árin,“ segir José Mourinho.

Portúgalinn vann með Ronaldo þegar hann var í þjálfaraliði BobbyRobson heitins hjá Barcelona tímabilið 1996-1997. Ronaldo fór hamförum fyrir Barcelona þá leiktíðina og skoraði 34 mörk í 37 leikjum.


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×