Enski boltinn

Mourinho: Þetta er karakter að mínu skapi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Cesar Azpilicueta voru komnir til aðstoðar þegar þurfti að bera Kurt Zouma af velli.
Cesc Fabregas og Cesar Azpilicueta voru komnir til aðstoðar þegar þurfti að bera Kurt Zouma af velli. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður eftir 3-1 sigur á Derby í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Derby, Pride Park.

„Derby spilar í Championship-deildinni en eru langt frá því að vera dæmigert lið úr þeirri deild. Þeir hafa meiri gæði innan síns liðs en þeir spila flottan fótbolta og fá frábæran stuðning," sagði Jose Mourinho við BBC.

„Við spiluðum mjög fagmannlega og stjórnum þessum leik nær allan tímann. Þeir börðust allt til enda og tókst að koma okkur í vandræði í nokkrar mínútur eftir að þeir minnkuðu muninn," sagði Mourinho.

Mourinho var spurður út í frammistöðu Spánverjans Cesc Fabregas sem átti fínan leik með Chelsea í kvöld og átti stóran þátt í tveimur mörkum liðsins.

„Cesc Fabregas er að spila mjög vel fyrir okkur. Hann er mikill fagmaður. Hann er heimsmeistari og kemur hingað til að spila leik í Capital One bikarnum og spilar svona. Það er karakter að mínu skapi," sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×