Innlent

Mörg hundruð lán hjá Dróma í eigu Seðlabankans

Höskuldur Kári Schram skrifar
Mörg hundruð af þeim fasteignalánum sem Drómi rukkar mánaðarlega eru í raun í eigu Seðlabanka Íslands, sem erfði þau við þrot SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Drómi er afar umdeilt félag og hefur verið sakað um samviskuleysi og óbilgirni gagnvart skuldurum.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður hreyfingarinnar, óskaði eftir skriflegum upplýsingum frá fjármálaráðherra um tengsl seðlabanka Íslands eða dótturfélaga við Dróma hf, sem hefur séð um innheimta lán hjá þeim sem voru í viðskiptum við SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankann.

Fram kemur í svari ráðherra að lánasafn SPRON og Frjálsa eru að miklu leyti í eigu dóttur dótturfélags Seðalbanka Íslands.

Lánasöfn þessara fjármálastofnana voru sett inn félagið Hilda sem er í eigu Seðlabankans í lok árs 2011. Drómi og Arion banki sjá um að þjónusta að innhteimta þessi lán.

Um er að ræða rúmlega sextán hundruð lán til einstaklinga og um fimm hundruð lán til lögaðila. Einstaklingslánin er nær öll með veði í fasteignum og eiga uppruna sinn að rekja til fasteignalána.

Drómi er afar umdeilt félag. Í nóvember á síðasta ári leituðu lántakendur hjá félaginu til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna og óskuðu eftir því að viðsiptabankarnir tækju lánin yfir. Sökuðu þeir dróma um samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún telji rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavini.

„Mér hefur fundist stjórnvöld reyna þvo hendur sínar af ábyrgð á Dróma og hvernig Drómi hefur komið fram og þess vegna er það svolítið kaldhæðnislegt þegar þetta mörg lán eru hreinlega, sem Drómi eru með í sinni umsjón er að þjónusta eins og það er kallað eru í eigu dótturdótturfélags Seðlabanka Íslands," segir Margrét Tryggvadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×