Sport

Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn.

Þeir Bjarki Þór Pálsson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia munu í kvöld keppa fyrir hönd Mjölnis á bardagakvöldinu. Bjarki Þór berst um léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna en hann er í aðalbardaga kvöldsins.

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, er með í för en hann segir stemninguna í hópnum vera rosalega góða. „Við erum búnir að éta yfir okkur í dag (í gær). Fórum tvisvar á Nando’s og svo á Burger King,“ segir Jón Viðar en strákarnir gátu borðað að vild eftir að vigtuninni lauk í gærmorgun eftir vel útfærðan niðurskurð.

„Það eru 17 bardagar á bardagakvöldinu en Diego mun berjast um kl 19 og Birgir rétt á undan. Bardagi Bjarka er aðalbardagi kvöldsins og ætti að hefjast kl 23 að staðartíma,“ en klukkan er einum klukkutíma á undan í Bretlandi þannig að bardagi Bjarka ætti að hefjast kl 22 að íslenskum tíma.

Strákarnir munu taka því rólega í dag og slaka vel á fram að bardaganum. Kl 15 fara þeir í læknisskoðun og svo er reglufundur tveimur tímum seinna. Strákarnir hafa æft gríðarlega vel undanfarnar vikur en viðtal við Bjarka Þór má sjá hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir

Bjarki Þór berst um titil í Wales

Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O'Connor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×