MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Missir af EM í Frakklandi í sumar

 
Enski boltinn
14:30 03. MARS 2016
Chris Brunt.
Chris Brunt. VÍSIR/GETTY

Nú er kominn upp sá tími að slæm meiðsli knattspyrnumanna geta rænt leikmennina möguleikanum á því að keppa á Evrópumótinu í sumar.

Einn af þeim sem þarf að sætta sig við svo óskemmtileg örlög er Norður-Írinn Chris Brunt sem var borinn af velli í leik West Bromwich Albion og Crystal Palace um síðustu helgi.

Nú er komið í ljós að hnémeiðsli Chris Brunt eru það alvarleg að hann spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið. Chris Brunt sleit krossband og fór í aðgerð í dag. Þetta er áfall fyrir bæði West Bromwich Albion og norður írska landsliðið.  BBC segir frá.

Chris Brunt hefur spilað 54 landsleiki fyrir Norður-Írland þar af átta þeirra í undankeppni EM 2016.

„Þetta er mikið áfall fyrir Chris og allir finna til með honum núna," sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion.

„Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur að hafa hann ekki það sem eftir lifir tímabilinu vegna þess að hann er frábær leikmaður sem kemur með mikið jafnvægi  inn í okkar lið. Þetta er síðan ennþá grimmara fyrir hann því Evrópumótið átti að vera hápunktur ferilsins hans," sagði Pulis.

Chris Brunt lék sinn fyrsta landsleik fyrir Norður-Írland árið 2004 en norður-írska landsliðið er í sumar að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti síðan á HM í Mexíkó 1986.

Íslenska landsliðið er að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi og það er ljóst að liðið hefur ekki efni á því að missa einn af sínum bestu mönnum. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að allir íslensku strákarnir komi heilir út úr lokakafla tímabilsins.


Chris Brunt.
Chris Brunt. VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Missir af EM í Frakklandi í sumar
Fara efst