Misnota skjaldkirtilshormóna Linda Blöndal skrifar 12. mars 2015 19:30 Skjaldkirtilshormón ganga kaupum og sölum hér á landi hjá fólki sem telur sig grennast af lyfjunum. Ung kona með vanvirkan skjaldkirtil segir mjög alvarlegt að taka slík lyf séu þau ekki nauðsynleg. Henni hafi verið boðnar háar upphæðir fyrir að selja þau sem hún fær ávísað af lækni. Dæmi eru um lífshættulegar aukaverkanir. Gáttaflökt og hjartastopp Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landsspítala segir frá því í Fréttablaðinu í dag að skjaldkirtilshormónið Thyroxíne 3 sé misnotað í grenningarskyni. T3 eins og lyfið kallast, er eitt af þeim hormónum sem stjórna efnaskiptum líkamans og tekur fólk það inn í þeirri trú að það hraði brennslu líkamans. Hormónapillurnar eru fluttar hingað inn frá Kína og seldar á svörtum markaði en fólk veikist af þeim og alla vega tvö alvarleg tilvik hafa komið upp hér á landi þar sem einstaklingar fengu gáttaflökt og hjartastopp. Þarf reglulegt eftirlit til að fá ekki eitrun T3 og T4 eru lyf fyrir fólk sem eru með vanvirkan skjaldkirtil. Meðal þeirra sem þurfa á þeim að halda er Brynhildur Ýr Ottósdóttir, tuttugu og fjögurra ára en hún fær lyfjunum úthlutað með löglegum hætti af lækni. Hún sagði í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld að sér þætti þetta mjög alvarlegt. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál. Fólk verður að passa sig. Þetta eru lyf sem hafa áhrif á alla líkamsstarfsemina. Skjaldkirtillinn stjórnar miklu í hormónaframleiðslunni í líkamanum. Fólk sem greinist með skjaldkirtilssjúkdóm er í mjög reglulegum blóðprufum og eftirliti til þess að fá ekki skjaldkirtilshormónaeitrun", sagði Brynhildur. Hún hefur einu sinni lent í því að vera á of háum skammti og fann fyrir hræðilegum aukaverkunum. „Það er með því verra sem ég hef upplifað ef ekki það versta. Það er eins og hjartað á manni sé að fara út úr líkamanum og þú liggur bara í sófanum og líður eins og þú sért á fullu á hlaupabrettinu. Þessu fylgir svo gríðarleg þreyta og maður er lengi að jafna sig á eftir. Það er eins og maður nái ekki andanum heldur. Það er ekki mín reynsla að maður fá einhverja svakalega brennslu úr þessu". Hættulegar afleiðingar Fólk sem misnotar hormóninn getur þróað með sér röskun á virkni skjaldkirtils sem gengur ekki til baka. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hormónanna sé enn neytt á röngum forsendum. Brynhildur tekur tvær og hálfa töflu á dag, tæplega 20 míkrógrömm af T3 og T4 hormón en einkaþjálfi ráðlagði henni nýlega að taka nær þrefalt meira til að komast í betra form og sagðist geta reddað hundrað töflum á rúmlega fimm þúsund kall sem Brynhildur hafnaði. Yrði „miklu betur sett" „Ég var í líkamsræktarstöð spurði einkaþjálfarann hvað hann ráðlegði mér og þá mælti hann með einhverju sem hann sagði vera frábært lyf, sem var T3. Ég sagði honum að ég sé þegar á þannig lyfjum en hann sagði að ég yrði miklu betur sett ef ég stækkaði skammtinn um 50 míkrógrömm. Mér brá svolítið því ég tek bara 20 míkrógrömm á dag sem telst hár skammtur. Hann sagði hins vegar að mér myndi bara líða vel, auka brennsluna og fá meiri orku", segir Brynhildur. Beðin um að selja lyfin Brynhildur hefur verið beðin um að selja lyfin sín. „Ég þekki fólk sem hefur viljað kaupa lyfin af mér en T3 og T4 eru undanþágulyf sem ég tek vegna sjúkdómsins. Mér fannst það mjög furðuleg beiðni og benti bara á að ég þyrfti sjálf á þeim að halda. Mér voru boðnar tuttugu þúsund krónur fyrir eitt glas af hundrað töflum". Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Skjaldkirtilshormón ganga kaupum og sölum hér á landi hjá fólki sem telur sig grennast af lyfjunum. Ung kona með vanvirkan skjaldkirtil segir mjög alvarlegt að taka slík lyf séu þau ekki nauðsynleg. Henni hafi verið boðnar háar upphæðir fyrir að selja þau sem hún fær ávísað af lækni. Dæmi eru um lífshættulegar aukaverkanir. Gáttaflökt og hjartastopp Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landsspítala segir frá því í Fréttablaðinu í dag að skjaldkirtilshormónið Thyroxíne 3 sé misnotað í grenningarskyni. T3 eins og lyfið kallast, er eitt af þeim hormónum sem stjórna efnaskiptum líkamans og tekur fólk það inn í þeirri trú að það hraði brennslu líkamans. Hormónapillurnar eru fluttar hingað inn frá Kína og seldar á svörtum markaði en fólk veikist af þeim og alla vega tvö alvarleg tilvik hafa komið upp hér á landi þar sem einstaklingar fengu gáttaflökt og hjartastopp. Þarf reglulegt eftirlit til að fá ekki eitrun T3 og T4 eru lyf fyrir fólk sem eru með vanvirkan skjaldkirtil. Meðal þeirra sem þurfa á þeim að halda er Brynhildur Ýr Ottósdóttir, tuttugu og fjögurra ára en hún fær lyfjunum úthlutað með löglegum hætti af lækni. Hún sagði í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld að sér þætti þetta mjög alvarlegt. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál. Fólk verður að passa sig. Þetta eru lyf sem hafa áhrif á alla líkamsstarfsemina. Skjaldkirtillinn stjórnar miklu í hormónaframleiðslunni í líkamanum. Fólk sem greinist með skjaldkirtilssjúkdóm er í mjög reglulegum blóðprufum og eftirliti til þess að fá ekki skjaldkirtilshormónaeitrun", sagði Brynhildur. Hún hefur einu sinni lent í því að vera á of háum skammti og fann fyrir hræðilegum aukaverkunum. „Það er með því verra sem ég hef upplifað ef ekki það versta. Það er eins og hjartað á manni sé að fara út úr líkamanum og þú liggur bara í sófanum og líður eins og þú sért á fullu á hlaupabrettinu. Þessu fylgir svo gríðarleg þreyta og maður er lengi að jafna sig á eftir. Það er eins og maður nái ekki andanum heldur. Það er ekki mín reynsla að maður fá einhverja svakalega brennslu úr þessu". Hættulegar afleiðingar Fólk sem misnotar hormóninn getur þróað með sér röskun á virkni skjaldkirtils sem gengur ekki til baka. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hormónanna sé enn neytt á röngum forsendum. Brynhildur tekur tvær og hálfa töflu á dag, tæplega 20 míkrógrömm af T3 og T4 hormón en einkaþjálfi ráðlagði henni nýlega að taka nær þrefalt meira til að komast í betra form og sagðist geta reddað hundrað töflum á rúmlega fimm þúsund kall sem Brynhildur hafnaði. Yrði „miklu betur sett" „Ég var í líkamsræktarstöð spurði einkaþjálfarann hvað hann ráðlegði mér og þá mælti hann með einhverju sem hann sagði vera frábært lyf, sem var T3. Ég sagði honum að ég sé þegar á þannig lyfjum en hann sagði að ég yrði miklu betur sett ef ég stækkaði skammtinn um 50 míkrógrömm. Mér brá svolítið því ég tek bara 20 míkrógrömm á dag sem telst hár skammtur. Hann sagði hins vegar að mér myndi bara líða vel, auka brennsluna og fá meiri orku", segir Brynhildur. Beðin um að selja lyfin Brynhildur hefur verið beðin um að selja lyfin sín. „Ég þekki fólk sem hefur viljað kaupa lyfin af mér en T3 og T4 eru undanþágulyf sem ég tek vegna sjúkdómsins. Mér fannst það mjög furðuleg beiðni og benti bara á að ég þyrfti sjálf á þeim að halda. Mér voru boðnar tuttugu þúsund krónur fyrir eitt glas af hundrað töflum".
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira