Erlent

Minnast fórnarlamba stríðsins í fyrrum Júgóslavíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúar í Sarajevo minnast þess þessa dagana að tuttugu ár eru liðin síðan að stríðið í Bosníu-Hersegóviníu hófst. Um var að ræða mestu þjóðernishreinsanir í Evrópu frá Seinni heimsstyrjöld. Stríðið hófst í apríl 1992 þegar Júgóslavía var að liðast í sundur. Um 100 þúsund manns voru drepnir og um helmingur þjóðarinnar neyddist til að yfirgefa heimili sín á fjögurra ára stríðstímabili.

Götur í Sarajevó, þar sem stríðið hófst, eru fullar af stólum. Alls eru þar 11,541 stóll, sem er einn fyrir hvert fórnarlamb í borginni. Fólk hefur sett hvít blóm á sum sætanna. Bangsi, leikföng og skólabækur hafa verið sett á sum smærri sætanna sem tákna börnin sem féllu fyrir hendi serbneskra stríðssveita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×