ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 23:34

Má heita Steđji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

FRÉTTIR

Mikilvćgt ađ haldiđ sé rétt á spilunum til ađ lágmarka skađleg áhrif

 
Innlent
10:00 04. FEBRÚAR 2016
Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra.
Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra. VÍSIR/PJETUR

Nýgerður kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem byggir á SALEK rammasamkomulaginu frá því í október, er dýr og því mikilvægt að haldið sé mjög vel á spilunum í hagstjórn til að lágmarka skaðleg áhrif eftir fremsta megni. Líkur á aukinni verðbólgu hafa eflaust aukist með þessum samningi, en hann mun væntanlega líka leiða til minni óvissu í hagkerfinu sem er ekki síður mikilvægt.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans en þar segir jafnframt að mótvægisaðgerðir stjórnvalda skipti miklu máli og því mikilvægt að framkvæmd þeirra takist vel.

Friður á vinnumarkaði ekki ókeypis
Kjarasamningurinn á að gilda frá ársbyrjun 2016 og fram til ársloka 2018. Áður umsamdar launabreytingar á þessu ári eru færðar fram og muni gilda frá 1.janúar í stað 1.maí.

„Mikilvægt merki um nýja nálgun og ný vinnubrögð er að þessi samningur verður borinn upp til samþykktar í einni sameiginlegri atkvæðagreiðslu innan ASÍ. Það felur í sér að talið verður upp úr einum sameiginlegum potti í stað margra smærri,“ segir í Hagsjánni.

Þá segir að um sé að ræða dýran samning, enda sé friður á vinnumarkaði í þetta langan tíma ekki ókeypis. Samtök atvinnulífsins meti kostnaðaraukningu af þessum samningi, að meðtöldum auknum mótframlögum í lífeyrissjóði, sem sex prósent til viðbótar við þann eldri. Samtökin hafi fengið vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst og fremst felist í lækkun tryggingagjalds.

„Stefnt virðist að því að tryggingagjald lækki um 0,5 prósentustig á þessu ári, sem gæti þýtt yfir fjögurra milljarða króna lækkun álaga á atvinnulífið,“ segir í Hagsjá. Stjórnvöld hafi þó ekki opinberað tillögur sínar um lækkun tryggingagjalds, en að líkleg niðurstaða sé talin að gjaldið lækki um 1,5 prósentustig á samningstímanum.

Erfitt að spá fyrir um afdrif húsnæðistillaga
Jafnframt kemur fram að húsnæðismálinu kunni að skipta máli. Af hálfu ASÍ hefur verið lögð áhersla á að ákvæði gildandi samninga um endurskoðun samningsforsenda í febrúar standi og að sérstaklega verði horft til efnda ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem hafi verið mikilvægar forsendur við gerð kjarasamninga á síðasta ári.

„Tillögur félagsmálaráðherra í húsnæðismálum eru umdeildar og erfitt að spá fyrir um afdrif þeirra. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í fyrra átti t.d að ljúka byggingu 500 leiguíbúða á þessu ári og 2.300 alls á árunum 2016-2016. Augljóst virðist að ekki verður hægt að efna þá yfirlýsingu eins og hún var upphaflega gefin út. Þá stendur sú spurning eftir hversu mikla áherslu ASÍ leggur á að þessi yfirlýsing verði efnd og hvort þetta mál geti staðið í vegi fyrir samþykkt samningsins.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Mikilvćgt ađ haldiđ sé rétt á spilunum til ađ lágmarka skađleg áhrif
Fara efst