Innlent

Mikill eldur kom upp í vélaskemmu í Vopnafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum í kvöld.
Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum í kvöld. myndir/Björgunarsveitin Vopni
Slökkviliðið á Vopnafirði og björgunarsveitin Vopni voru kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna bruna á bóndabænum Refstað í Vopnafirði.

Mikill eldur gaus upp í vélaskemmu og var um töluverðan bruna að ræða að því er liðsmenn Vopna greina frá.

Slökkviliðinu tókst að bjarga hluta af skemmunni og samliggjandi fjósi. Enginn slasaðist en tjón er talið mikið. Telja liðsmenn Vopna að hægur vindur og gott veður hafi haft mikið um það að segja að ekki fór verr.

myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni
Myndir/Björgunarsveitin Vopni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×