Sport

MGM Grand tilbúið með 500 þúsund bjóra og 100 þúsund pylsur

Hótelið glæsilega er tilbúið fyrir átökin innan og utan hringsins.
Hótelið glæsilega er tilbúið fyrir átökin innan og utan hringsins. vísir/getty
MGM Grand-hótelið í Las Vegas er með allt klárt fyrir bardaga aldarinnar sem er einnig stærsti viðburður allra tíma í Las Vegas.

Á laugardaginn mætast nefnilega þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquaio í hringnum. Forseti hótelsins býst við því að um 50 þúsund manns muni rúlla inn og út af hótelinu um helgina.

Hótelið er risastórt með 7.000 herbergjum og alls starfa 9.000 manns á hótelinu. Salurinn þar sem bardaginn fer fram tekur svo 16.500 manns í sæti.

„Ég get lofað því að það verður ekki bjórlaust hjá okkur um helgina," sagði Scott Sibella, forseti hótelsins.

Alls verða 500 þúsund flöskur af Budweiser, Miller Lite, Corona og Tecate til sölu þessa helgi en bjórframleiðendurnir greiða tæplega 700 milljónir króna fyrir réttinn á bjórsölu um næstu helgi.

Það verður líka mikil sala af mat á hótelinu sem og í hótelgarðinum og verður hótelið klárt með 100 þúsund pylsur. Má nú ekki minna vera.

Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×