Enski boltinn

Messan: Özil ekki nógu góður í stóru leikjunum

Messu-menn voru ekkert sérstaklega hrifnir af frammistöði Mesut Özil í leik Arsenal og Chelsea um síðustu helgi.

„Mér finnst hann ekki nógu góður í þessum stóru leikjum. Þetta er enn einn leikurinn á móti stóru liðunum þar sem hann getur ekki neitt," segir Hjörvar Hafliðason og Þorvaldur Örlygsson tekur undir þetta.

„Hann hefur ekki náð að sýna nógu góða leiki og eins góða og þegar hann spilaði með Real Madrid. Þetta er allt svolítið hægt hjá honum. Líkamstjáningin pirrar líka flesta. Það er allt neikvætt hjá honum og eins og hann sé ekki hamingjusamur hjá Arsenal."

Sjá má umræðuna um Özil í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×