Enski boltinn

Merson um Gerrard: Liverpool er að gera mikil mistök

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Merson situr fyrir svörum.
Paul Merson situr fyrir svörum. vísir/getty
Liverpool er að gera mikil mistök með því að leyfa Steven Gerrard að fara. Þetta segir Paul Merson, fyrrum miðju- og sóknarmaður Arsenal, en Merson er nú sparkspekingur hjá Sky Sports.

„Hann er enn þeirra besti leikmaður og þeirra markahæsti maður. Ég trúi ekki að þeir séu ekki að halda Gerrard," sagði Merson þegar mál Liverpool voru rædd.

„Hann er heimsklassaleikmaður. Þeir eru ekki með neinn annan í hans stað. Ég skil ekki að þeir séu að láta hann fara."

Neil McCann, einn frægasti leikmaður Skota og spilaði einnig í ensku úrvalsdeildinni með Southampton, undrar sig einnig á vinnubrögðum Liverpool.

„Hann er enn einn af betri leikmönnunum í þessu landi. Að maður eins og Gerrard sé að fara burt frá félaginu er nánast glæpur. Að hafa mann eins og hann hjá félaginu er svo mikilvægt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×