FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Meistararnir í Mercedes afhjúpa nýjan bíl

 
Formúla 1
23:15 23. FEBRÚAR 2017
Heimsmeistararnir settu saman myndarlegan bíl.
Heimsmeistararnir settu saman myndarlegan bíl. VÍSIR/MERCEDESAMGF1.COM
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Heimsmeistarar Mercedes sviptu í dag hulunni af Mercedes W08 bíl sínum sem á tryggja liðinu heimsmeistaratitil bílasmiða fjórða árið í röð.

Bíllinn var bæði kynntur í dag og ekið í fyrsta skipti, það var upptökudagur hjá liðinu í dag á Silverstone brautinni.

Lewis Hamilton byrjaði daginn og nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas tók svo við seinnipart dags.

„Það er svo spennandi að sjá bílinn smella saman,“ sagði Hamilton rétt áður en hann og Bottas afhjúpuðu bílinn.


Lewis Hamilton undir stýri á nýju silfur örinni.
Lewis Hamilton undir stýri á nýju silfur örinni. VÍSIR/MERCEDESAMGF1.COM

„Þetta er stór dagur fyrir mig. Að aka silfur örinni í fyrsta sinn er mjög sérstakt. Ég er búinn að bíða eftir þessu augnabliki í langan tíma,“ sagði Bottas.

Bíllinn er með einn minnsta uggann sem sést hefur á þeim bílum sem þegar hafa verið kynntir. Annars er að finna gríðarlegt magn smáatriða sem er ætlað að stýra loftflæðinu rétt yfir bílinn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Meistararnir í Mercedes afhjúpa nýjan bíl
Fara efst