Viðskipti innlent

Meiri hagvöxtur á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum

Hagvöxtur á Íslandi á þessu ári verður töluvert meiri en nemur meðaltalinu á hinum Norðurlöndunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um efnahagshorfurnar í Svíþjóð og heiminum sem unnin var á vegum sænska þingsins.

Reiknað er með að hagvöxtur á Íslandi verði rúmlega 2% í ár. Í Svíþjóð er hann áætlaður 1,4% og á hinum Norðurlöndunum að meðaltali um 1,7%. Er þá átt við Danmörku, Finnland og Noreg en hvað Noreg varðar er olíuiðnaður landsins tekinn út fyrir sviga.

Í skýrslunni segir að hagvöxtur í Þýskalandi og Bretlandi verði aðeins 0,8% á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×