Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 18. febrúar 2013 06:45 Gríðarleg aukning í framleiðslu á hrossakjöti varð á milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn erlendis og hækkandi kostnaður við hestahald skýra framleiðsluaukninguna. Mynd/GVA Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“ Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira