Meðlag hækkar um tíu prósent á milli ára Snærós Sindradóttir skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkvæmt tölum Innheimtustofnunar sveitarfélaga greiddu ríflega 700 konur meðlag árið 2014. Karlar sem borga meðlag skipta þúsundum. NordicPhotos/Getty Upphæð meðlags hækkaði um níu prósent um áramótin síðustu í takt við hækkaðan barnalífeyri. Hækkunin nemur ríflega 2600 krónum sem er hæsta krónutöluhækkun meðlags í tíu ár. Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra, segir að hækkunin sé óþarflega há því á sama tíma sé verðbólga um tvö prósent. „Þetta er mjög óheppilegt og endurspeglar að þegar troðið er í velferðarkalkúninn þá skerðast hagsmunir meðlagsgreiðenda, því þeir standa fyrir utan kerfið.“Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra„Þegar þú hækkar bætur þá vænkast hagsmunir allra þeirra sem þurfa á opinberri aðstoð að halda nema meðlagsgreiðenda,“ segir Gunnar. Upphæð meðlags fylgir fjárhæð barnalífeyris. Þó er hægt að úrskurða um hærra meðlag en þá er það móttakandi meðlags sem innheimtir mismuninn. Upphæð meðlags nemur nú 29.469 krónum sem greiðist með hverju barni fyrir sig. Upphæðin getur því hæglega nálgast hundrað þúsund krónur á mánuði ef greitt er með þremur börnum. Samkvæmt tölum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir árið 2014 hefur börnum sem greitt er með meðlag fækkað á milli ára. Árið 2009 var greitt meðlag með 21.417 börnum á Íslandi en árið 2014 hefur börnunum fækkað í 19.423. Þetta rímar við að jöfn umgengni foreldra er að riðja sér rúms í enn frekari mæli og þá er sjaldnar farið fram á meðlag. Gunnar segir að staðan sé skökk því umgengnisforeldrar hafa ekki rétt á barnabótum. „Þegar það á að sýna aðhald í velferðarmálum, þá er komið til móts við almenning með því að hækka barnabætur.“ Hann segir að Samtök umgengnisforeldra vilji sjá breytingar á kerfinu til að koma til móts við meðlagsgreiðendur. Hann leggur til að tekinn verði upp skattaafsláttur fyrir meðlagsgreiðendur. Með þeim hætti verði greiðslur ekki skertar til lögheimilisforeldra en umgengnisforeldrar hvattir frekar til að sinna skyldum sínum. Árið 2015 voru 11.491 kona skráð einstæð með börn á móti 1.137 einstæðum körlum. Á vef Hagstofunnar kemur ekki fram hve oft foreldrar eru með jafna umgengni. Meðlagsgreiðendur eru í miklum meirihluta karlar. Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Upphæð meðlags hækkaði um níu prósent um áramótin síðustu í takt við hækkaðan barnalífeyri. Hækkunin nemur ríflega 2600 krónum sem er hæsta krónutöluhækkun meðlags í tíu ár. Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra, segir að hækkunin sé óþarflega há því á sama tíma sé verðbólga um tvö prósent. „Þetta er mjög óheppilegt og endurspeglar að þegar troðið er í velferðarkalkúninn þá skerðast hagsmunir meðlagsgreiðenda, því þeir standa fyrir utan kerfið.“Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra„Þegar þú hækkar bætur þá vænkast hagsmunir allra þeirra sem þurfa á opinberri aðstoð að halda nema meðlagsgreiðenda,“ segir Gunnar. Upphæð meðlags fylgir fjárhæð barnalífeyris. Þó er hægt að úrskurða um hærra meðlag en þá er það móttakandi meðlags sem innheimtir mismuninn. Upphæð meðlags nemur nú 29.469 krónum sem greiðist með hverju barni fyrir sig. Upphæðin getur því hæglega nálgast hundrað þúsund krónur á mánuði ef greitt er með þremur börnum. Samkvæmt tölum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir árið 2014 hefur börnum sem greitt er með meðlag fækkað á milli ára. Árið 2009 var greitt meðlag með 21.417 börnum á Íslandi en árið 2014 hefur börnunum fækkað í 19.423. Þetta rímar við að jöfn umgengni foreldra er að riðja sér rúms í enn frekari mæli og þá er sjaldnar farið fram á meðlag. Gunnar segir að staðan sé skökk því umgengnisforeldrar hafa ekki rétt á barnabótum. „Þegar það á að sýna aðhald í velferðarmálum, þá er komið til móts við almenning með því að hækka barnabætur.“ Hann segir að Samtök umgengnisforeldra vilji sjá breytingar á kerfinu til að koma til móts við meðlagsgreiðendur. Hann leggur til að tekinn verði upp skattaafsláttur fyrir meðlagsgreiðendur. Með þeim hætti verði greiðslur ekki skertar til lögheimilisforeldra en umgengnisforeldrar hvattir frekar til að sinna skyldum sínum. Árið 2015 voru 11.491 kona skráð einstæð með börn á móti 1.137 einstæðum körlum. Á vef Hagstofunnar kemur ekki fram hve oft foreldrar eru með jafna umgengni. Meðlagsgreiðendur eru í miklum meirihluta karlar.
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira