Tíska og hönnun

Með stútfullt farteski af tækifærum frá Kína

Guðrún Ansnes skrifar
Ýr segir fjölnota flíkur falla vel í kramið í dag, en hún hlaut Red Dot-verðlaun fyrir jakkann sinn á Xiamen International Business Week.
Ýr segir fjölnota flíkur falla vel í kramið í dag, en hún hlaut Red Dot-verðlaun fyrir jakkann sinn á Xiamen International Business Week. Vísir/GVA
Línan er öll framleidd á Ítalíu og þetta ferli hefur tekið mjög langan tíma þar sem þetta er frekar flókið að framleiða. Prótótýpurnar hafa flogið fram og til baka,“ segir Ýr sem iðar í skinninu eftir að fá línuna í hendurnar. Um er að ræða fjölnotaflíkur sem eiga væntanlega upp á pallborðið hjá ansi mörgum á tímum mínímalísks lífsstíls sem öllu ætlar að tröllríða, í bland við aukna umhverfismeðvitund.

„Ég þróaði þetta í gegnum Start­up Reykjavík, og vildi gera jakka og kápur sem hægt er að skipta um ermar eða kraga á, frekar en að fólk sé að kaupa nýja flík. Þannig má alltaf kaupa sér nýja viðbót og skipta út,“ útskýrir Ýr, og bendir á að kjólarnir og samfestingarnir í línunni séu þannig að hægt sé að snúa þeim við, og þannig fá tvær flíkur úr einni. Ýr ætlar sér að kynna línuna á Hönnunar-mars, og skella í svokallaða pop-up verslun á staðnum.

Línan er glæsilegaðsend
Ýr segir greinilegan áhuga á slíkri hönnun, en hún kom einmitt heim með glæsilega viðurkenningu frá Kína. „Ég hélt tvær sýningar úti, sú fyrri var á Another Creation, á hönnunarhátíð sem ber heitið Designers at the Sea­shore, og er partur af Xiamen International Business Week. Þar voru veitt verðlaunin Red Dot Award fyrir framúrskarandi hönnun og fékk ég viðurkenningu frá samtökunum fyrir fjölnota jakkann sem var fyrsta frumgerðin hjá Another Creation,“ segir Ýr hæstánægð og bendir á að möguleikarnir í Kína séu nær óendan­legir. Sjálf hafi hún einmitt haldið aðra sýningu rétt fyrir heimför, þar sem hún var með ljósmyndasýningu, innsetningu og vídeóverk.

Nú er hún hins vegar komin heim fram á vor og ætlar að koma línunni í farveg, ásamt því að aðstoða búningahönnuðinn Filippíu Elísdóttur við að sjá um búninga fyrir undankeppni Eurovision sem fer að bresta á. Aðspurð um hvort áhorfendur megi eiga von á að sjá nýjustu línu Ýrar á skjánum, segir hún ekki loku fyrir það skotið, en ár hvert fylgjast tískuspekúlantar vel með hverju kynnar keppninnar klæðast. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×