Með hvaða stjórnmálaleiðtoga vilja landsmenn fara út að borða? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. júní 2015 15:30 Katrín Jakobsdóttir þykir best til þess fallin að fara út að borða með. Vísir Þegar landsmenn eru spurðir að því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir vilja helst fara út að borða með er Katrín Jakobsdóttir vinsælust. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar fréttastofu 365 sem framkvæmd var í vikunni. Alls vildu 24 prósent aðspurðra fara út að borða með Katrínu og var hún með tiltölulega örugga forystu. Bjarni Benediktsson þótti næst ákjósanlegasti stjórnmálamaðurinn til þess að fara út að borða með, en 17 prósent vildu fara út með honum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þriðja sæti með tólf prósent, Helgi Hrafn Gunnarsson í því fjórða með fimm prósent, Guðmundur Steingrímsson í því fimmta með þrjú prósent og Árni Páll Árnason rak lestina. Aðeins tvö prósent aðspurðra vildu fara út að borða með honum.Margir vilja ekki fara út með neinum Óneitanlega vekur það athygli, þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar, að stór hluti almennings gat ekki hugsað sér að fara út að borða með neinum stjórnmálamanni. 33 prósent af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar vildu ekki fara út að borða með neinum. Könnunin var sem fyrr segir gerð í vikunni og var úrtakið 800 manna slembiúrtak. 682 tóku afstöðu til þessarar spurningar. Sumt kemur á óvart Álitsgjafar Fréttablaðsins voru flestir sammála um að Katrín Jakobsdóttir væri jarðbundin og jákvæð, sem gerði hana að ákjósanlegum borðfélaga. Mörgum komu óvinsældir Helga Hrafns Gunnarssonar, þingflokksformanns Pírata, á óvart. Flestir voru einnig sammála um að Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, hafi ekki tekist að sannfæra almenning um hversu skemmtilegur hann sé í raun. Samhljómur var einnig um að niðurstöðurnar væru sláandi fyrir Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir.Vísir/GVAHvað segja sérfræðingarnir? Fréttablaðið bar niðurstöðurnar undir suma af helstu almannatenglum landsins og sérfræðinga í ímyndarmálum. Mörgum þeirra þóttu niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart og þótti merkilegt að sjá hvernig spurningin varpaði nýju ljósi á stöðu stjórnmálaleiðtoganna hjá almenningi.Katrín Jakobsdóttir 24%Formaður Vinstri-grænnaHún er brosmild og hláturmild. Virkar eins og hún sé skemmtileg. Held að það sé hægt að ræða allt á milli himins og jarðar við hana.Hún er svo venjuleg. Það er líka það sem fólk er að tengja við. Maður sér hana alveg fyrir sér í útilegu með fjölskylduna, með krakkana með sér. Hún er líka svo rosalega aðgengileg. Maður rekst á hana í Melabúðinni og sér hana svo keyra burt á gamla skutbílnum með barnastólana aftur í. Hún er mjög nálægt okkur og ég held að fólk tengi vel við það.Hver vill ekki fara út að borða með skemmtilegri og huggulegri konu? Lífsglöð og falleg manneskja.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVABjarni Benediktsson 17%Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherraHann er algjör töffari. Virkar svolítið utan seilingar fyrir almenning. Slíkt getur heillað. Svona eins og að hann sé partur af lífsstíl sem fólk vill lifa.Ég held að öllum þyki gaman að fara út með spöðum sem þekkja alla á staðnum.Bjarni kemur fyrir sem mjög viðkunnanlegur maður. Hann er örugglega skemmtilegur. Ég myndi gjarnan vilja setjast niður með honum og ræða um hin ýmsu mál. Svo skemmir örugglega ekki fyrir að hann myndi líklega taka upp veskið og borga að matnum loknum.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson 12%Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherraÞrátt fyrir allt hans tal um mikilvægi þess að vera jákvæður, þá er einhver ára neikvæðni í kringum manninn. Hann virðist bara ekki vera mjög skemmtilegur borðfélagi og hefur ekki virst það lengi. Eða kannski bara alltaf. Hann var líka svona djúpraddaður og alvarlegur í sjónvarpinu.Stór hluti þeirra sem vilja fara út að borða með Sigmundi eru líklega kjósendur Framsóknarflokksins. En síðan er örugglega dágóður hluti sem er forvitinn um Sigmund. Ég hugsa að Íslendingar séu ekki jafn forvitnir um neinn annan en forsætisráðherrann okkar.Hann er málglaður og hress. Sem væri kostur við að fara út að borða með honum. Hlýtur að vera gaman að sitja með honum.Helgi Hrafn Gunnarsson.Vísir/GVAHelgi Hrafn Gunnarsson 5% Þingflokksformaður PírataÞað „púllar“ enginn svona tagl. En hann er samt klárlega mjög áhugaverður og örugglega frábær borðfélagi. Niðurstöðurnar koma mér nokkuð á óvart.Þetta kemur mér verulega á óvart. Helgi hefur staðið sig ákaflega vel á þingi og á örugglega mikið í þessu fylgi. Kannski finnst fólki hann helst til of nördalegur – fer eftir úrtakinu sem var notað í skoðanakönnunni. Held að hann sé stórskemmtilegur. Hefur kannski ekki sýnt mannlegu hliðina í fjölmiðlum.Ætli þetta sé ekki aðallega „dress-code“ vandamál? En svona í alvöru, þá held ég að vinsældir Pírata séu fyrst og fremst Helga Hrafni að þakka og hann sé mjög mikils metinn sem stjórnmálamaður. En fólk horfir kannski frekar til hans sem manns sem leysir vandamál, ekki „wine og dine“ fígúru.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/StefánGuðmundur Steingrímsson 3% Formaður Bjartrar framtíðar.Ég held að hann sé þrælskemmtilegur. Hann þarf betra fólk með sér. Hann er ekki að ná að til fólks, eins skemmtilegur og hann er.Hann er eini maðurinn í þessum hópi sem er þekktur fyrir að vera hressi gaurinn með gítarinn. Það sést hvað hann hefur misst þann sjarma með því að fara í stjórnmálin. Guðmundur hefur ekki náð að yfirfæra það að vera skemmtilegasti maðurinn í partíinu yfir í að vera sá skemmtilegasti á þingi.Þessar óvinsældir hans koma manni á óvart. Hann virkar fjörugur og fyndinn og gæti verið hinn skemmtilegasti borðfélagi. Hann þarf að taka þessar niðurstöður til sín og breyta ímyndinni.Árni Páll Árnason.Vísir/Andri MarinóÁrni Páll Árnason 2%Hann er búinn að vera frekar umdeildur og fékk lélega kosningu í eigin flokki. Það smitar kannski út frá sér? Ég veit það fyrir víst að hann er skemmtilegur maður. Ég held að hann gæti komið mörgum á óvart.Maður var að vona hans vegna að fólk væri bara ekki búið að kaupa hann sem þungavigtarstjórnmálamann en líkaði ágætlega við hann annars. En svo virðist ekki vera. Hann hefur ekki fundið sinn eigin tón í stjórnmálum og virkar því ekki eins og hann sjálfur í viðtölum. Eins og hann sé svolítið að leika stjórnmálaleiðtoga. Ég held að það fæli fólk frá.Guðmundur og Árni Páll eiga báðir við mikil ímyndarvandamál að stríða. Fólk trúir ekki að Árni Páll meini neitt með því sem hann segir þótt það hljómi vel og að Guðmundur nái aldrei að framkvæma neitt sem hann meinar þótt það hljómi vel.Álitsgjafar:Hödd Vilhjálmsdóttir, Hugrún Halldórsdóttir, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, Gunnar Salvarsson, Andrés Jónsson, Fjalar Sigurðarson, Jón Gunnar Geirdal.Heiðar Jónsson.Vísir/PjeturHvert færi Heiðar með leiðtogana á stefnumót? Fréttablaðið fékk Heiðar Jónsson snyrti til þess að fara yfir hvað væri skemmtilegt að gera með stjórnmálaleiðtogunum á stefnumóti. Katrín JakobsdóttirMaður myndi taka daginn snemma með henni og vonast til að hann yrði langur. Fara með henni á „artý“ kaffihús og síðan á pönkaða tónleika, eða jafnvel framúrstefnulega. Ég held að það myndi verða skemmtilegt kvöld með Katrínu.Bjarni BenediktssonStefnumót með Bjarna þyrfti að tímasetja vel og láta það hitta á dag þar sem væri fín og flott móttaka einhvers staðar. Daman sem færi með Bjarna á stefnumót gæti þar „flassað“ fína og flotta „deitinu“ sínu. Síðan fara á fínan en frekar lítinn veitingastað með tempraðri lýsingu.Sigmundur Davíð GunnlaugssonÉg held að „sportý“ kona myndi jafnvel fara með Sigmundi Davíð og grilla bara, auðvitað íslenskt kjöt. Vera með góðum vinahópi og hafa það gott. Síðan að skella sér upp á Helgafell og horfa á sólsetrið. Held að þetta væri kvöld sem væri Sigmundi að skapi.Helgi Hrafn GunnarssonÉg held að það væri best að bjóða Helga Hrafni í skemmtilegt partí í anda blómatímans. Yrði bara einfalt og skemmtilegt. Mikilvægt væri að senda honum boðskort í partíið í gegnum tölvupóst.Guðmundur SteingrímssonEf ég væri rík dama myndi ég vilja taka hann með mér til New York og fara í Comedy Cellar. Guðmundur er svo hress og skemmtilegur maður. Helgarferð til New York, þetta gæti ekki klikkað.Árni Páll ÁrnasonHann er voðalega fjölskylduvænn og góður maður. Ef ég væri kona myndi ég bjóða honum og góðum vinum, sem væru með hæfilegan áhuga á listum og pólitík, heim í mat. Ég myndi líka bjóða móður Árna Páls með. Hún er alveg ofboðslega spennandi kona og skemmtileg. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Þegar landsmenn eru spurðir að því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir vilja helst fara út að borða með er Katrín Jakobsdóttir vinsælust. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar fréttastofu 365 sem framkvæmd var í vikunni. Alls vildu 24 prósent aðspurðra fara út að borða með Katrínu og var hún með tiltölulega örugga forystu. Bjarni Benediktsson þótti næst ákjósanlegasti stjórnmálamaðurinn til þess að fara út að borða með, en 17 prósent vildu fara út með honum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þriðja sæti með tólf prósent, Helgi Hrafn Gunnarsson í því fjórða með fimm prósent, Guðmundur Steingrímsson í því fimmta með þrjú prósent og Árni Páll Árnason rak lestina. Aðeins tvö prósent aðspurðra vildu fara út að borða með honum.Margir vilja ekki fara út með neinum Óneitanlega vekur það athygli, þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar, að stór hluti almennings gat ekki hugsað sér að fara út að borða með neinum stjórnmálamanni. 33 prósent af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar vildu ekki fara út að borða með neinum. Könnunin var sem fyrr segir gerð í vikunni og var úrtakið 800 manna slembiúrtak. 682 tóku afstöðu til þessarar spurningar. Sumt kemur á óvart Álitsgjafar Fréttablaðsins voru flestir sammála um að Katrín Jakobsdóttir væri jarðbundin og jákvæð, sem gerði hana að ákjósanlegum borðfélaga. Mörgum komu óvinsældir Helga Hrafns Gunnarssonar, þingflokksformanns Pírata, á óvart. Flestir voru einnig sammála um að Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, hafi ekki tekist að sannfæra almenning um hversu skemmtilegur hann sé í raun. Samhljómur var einnig um að niðurstöðurnar væru sláandi fyrir Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir.Vísir/GVAHvað segja sérfræðingarnir? Fréttablaðið bar niðurstöðurnar undir suma af helstu almannatenglum landsins og sérfræðinga í ímyndarmálum. Mörgum þeirra þóttu niðurstöðurnar koma nokkuð á óvart og þótti merkilegt að sjá hvernig spurningin varpaði nýju ljósi á stöðu stjórnmálaleiðtoganna hjá almenningi.Katrín Jakobsdóttir 24%Formaður Vinstri-grænnaHún er brosmild og hláturmild. Virkar eins og hún sé skemmtileg. Held að það sé hægt að ræða allt á milli himins og jarðar við hana.Hún er svo venjuleg. Það er líka það sem fólk er að tengja við. Maður sér hana alveg fyrir sér í útilegu með fjölskylduna, með krakkana með sér. Hún er líka svo rosalega aðgengileg. Maður rekst á hana í Melabúðinni og sér hana svo keyra burt á gamla skutbílnum með barnastólana aftur í. Hún er mjög nálægt okkur og ég held að fólk tengi vel við það.Hver vill ekki fara út að borða með skemmtilegri og huggulegri konu? Lífsglöð og falleg manneskja.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVABjarni Benediktsson 17%Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherraHann er algjör töffari. Virkar svolítið utan seilingar fyrir almenning. Slíkt getur heillað. Svona eins og að hann sé partur af lífsstíl sem fólk vill lifa.Ég held að öllum þyki gaman að fara út með spöðum sem þekkja alla á staðnum.Bjarni kemur fyrir sem mjög viðkunnanlegur maður. Hann er örugglega skemmtilegur. Ég myndi gjarnan vilja setjast niður með honum og ræða um hin ýmsu mál. Svo skemmir örugglega ekki fyrir að hann myndi líklega taka upp veskið og borga að matnum loknum.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson 12%Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherraÞrátt fyrir allt hans tal um mikilvægi þess að vera jákvæður, þá er einhver ára neikvæðni í kringum manninn. Hann virðist bara ekki vera mjög skemmtilegur borðfélagi og hefur ekki virst það lengi. Eða kannski bara alltaf. Hann var líka svona djúpraddaður og alvarlegur í sjónvarpinu.Stór hluti þeirra sem vilja fara út að borða með Sigmundi eru líklega kjósendur Framsóknarflokksins. En síðan er örugglega dágóður hluti sem er forvitinn um Sigmund. Ég hugsa að Íslendingar séu ekki jafn forvitnir um neinn annan en forsætisráðherrann okkar.Hann er málglaður og hress. Sem væri kostur við að fara út að borða með honum. Hlýtur að vera gaman að sitja með honum.Helgi Hrafn Gunnarsson.Vísir/GVAHelgi Hrafn Gunnarsson 5% Þingflokksformaður PírataÞað „púllar“ enginn svona tagl. En hann er samt klárlega mjög áhugaverður og örugglega frábær borðfélagi. Niðurstöðurnar koma mér nokkuð á óvart.Þetta kemur mér verulega á óvart. Helgi hefur staðið sig ákaflega vel á þingi og á örugglega mikið í þessu fylgi. Kannski finnst fólki hann helst til of nördalegur – fer eftir úrtakinu sem var notað í skoðanakönnunni. Held að hann sé stórskemmtilegur. Hefur kannski ekki sýnt mannlegu hliðina í fjölmiðlum.Ætli þetta sé ekki aðallega „dress-code“ vandamál? En svona í alvöru, þá held ég að vinsældir Pírata séu fyrst og fremst Helga Hrafni að þakka og hann sé mjög mikils metinn sem stjórnmálamaður. En fólk horfir kannski frekar til hans sem manns sem leysir vandamál, ekki „wine og dine“ fígúru.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/StefánGuðmundur Steingrímsson 3% Formaður Bjartrar framtíðar.Ég held að hann sé þrælskemmtilegur. Hann þarf betra fólk með sér. Hann er ekki að ná að til fólks, eins skemmtilegur og hann er.Hann er eini maðurinn í þessum hópi sem er þekktur fyrir að vera hressi gaurinn með gítarinn. Það sést hvað hann hefur misst þann sjarma með því að fara í stjórnmálin. Guðmundur hefur ekki náð að yfirfæra það að vera skemmtilegasti maðurinn í partíinu yfir í að vera sá skemmtilegasti á þingi.Þessar óvinsældir hans koma manni á óvart. Hann virkar fjörugur og fyndinn og gæti verið hinn skemmtilegasti borðfélagi. Hann þarf að taka þessar niðurstöður til sín og breyta ímyndinni.Árni Páll Árnason.Vísir/Andri MarinóÁrni Páll Árnason 2%Hann er búinn að vera frekar umdeildur og fékk lélega kosningu í eigin flokki. Það smitar kannski út frá sér? Ég veit það fyrir víst að hann er skemmtilegur maður. Ég held að hann gæti komið mörgum á óvart.Maður var að vona hans vegna að fólk væri bara ekki búið að kaupa hann sem þungavigtarstjórnmálamann en líkaði ágætlega við hann annars. En svo virðist ekki vera. Hann hefur ekki fundið sinn eigin tón í stjórnmálum og virkar því ekki eins og hann sjálfur í viðtölum. Eins og hann sé svolítið að leika stjórnmálaleiðtoga. Ég held að það fæli fólk frá.Guðmundur og Árni Páll eiga báðir við mikil ímyndarvandamál að stríða. Fólk trúir ekki að Árni Páll meini neitt með því sem hann segir þótt það hljómi vel og að Guðmundur nái aldrei að framkvæma neitt sem hann meinar þótt það hljómi vel.Álitsgjafar:Hödd Vilhjálmsdóttir, Hugrún Halldórsdóttir, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, Gunnar Salvarsson, Andrés Jónsson, Fjalar Sigurðarson, Jón Gunnar Geirdal.Heiðar Jónsson.Vísir/PjeturHvert færi Heiðar með leiðtogana á stefnumót? Fréttablaðið fékk Heiðar Jónsson snyrti til þess að fara yfir hvað væri skemmtilegt að gera með stjórnmálaleiðtogunum á stefnumóti. Katrín JakobsdóttirMaður myndi taka daginn snemma með henni og vonast til að hann yrði langur. Fara með henni á „artý“ kaffihús og síðan á pönkaða tónleika, eða jafnvel framúrstefnulega. Ég held að það myndi verða skemmtilegt kvöld með Katrínu.Bjarni BenediktssonStefnumót með Bjarna þyrfti að tímasetja vel og láta það hitta á dag þar sem væri fín og flott móttaka einhvers staðar. Daman sem færi með Bjarna á stefnumót gæti þar „flassað“ fína og flotta „deitinu“ sínu. Síðan fara á fínan en frekar lítinn veitingastað með tempraðri lýsingu.Sigmundur Davíð GunnlaugssonÉg held að „sportý“ kona myndi jafnvel fara með Sigmundi Davíð og grilla bara, auðvitað íslenskt kjöt. Vera með góðum vinahópi og hafa það gott. Síðan að skella sér upp á Helgafell og horfa á sólsetrið. Held að þetta væri kvöld sem væri Sigmundi að skapi.Helgi Hrafn GunnarssonÉg held að það væri best að bjóða Helga Hrafni í skemmtilegt partí í anda blómatímans. Yrði bara einfalt og skemmtilegt. Mikilvægt væri að senda honum boðskort í partíið í gegnum tölvupóst.Guðmundur SteingrímssonEf ég væri rík dama myndi ég vilja taka hann með mér til New York og fara í Comedy Cellar. Guðmundur er svo hress og skemmtilegur maður. Helgarferð til New York, þetta gæti ekki klikkað.Árni Páll ÁrnasonHann er voðalega fjölskylduvænn og góður maður. Ef ég væri kona myndi ég bjóða honum og góðum vinum, sem væru með hæfilegan áhuga á listum og pólitík, heim í mat. Ég myndi líka bjóða móður Árna Páls með. Hún er alveg ofboðslega spennandi kona og skemmtileg.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent