Innlent

MAST varar við heilsu­spillandi fæðu­bótar­efnum

Jóhann Óli eiðsson skrifar
MAST hefur ekki upplýsingar um að efnin séu til sölu í verslunum hérlendis.
MAST hefur ekki upplýsingar um að efnin séu til sölu í verslunum hérlendis. vísir/pjetur
Matvælastofnun varar við þremur ólöglegum fæðubótarefnum sem ætluð eru til megrunar. Efnin heita „La’Trim Plus“, „Oasis“ og „Jenesis“. Vörurnar innihalda efnin sibutramine og phenolphtalein en þeirra er ekki getið í innihaldslýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Sibutramine er lyf sem var tekið af markaði í Evrópu og Bandaríkjunum árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana á hjarta og æðakerfi. Phenolphtalein er hægðalosandi lyf en notkun þess var hætt eftir að vísbendingar um að það gæti verið krabbameinsvaldandi.

Samkvæmt 11. gr. matvælalaga er innflutningur og dreifing matvæla þ.m.t. fæðubótarefna sem innihalda lyf eða lyfjavirk efni, óheimil. Auk þess er skv. 8.gr. matvælalaga óheimilt að markaðssetja matvæli sem eru ekki örugg til neyslu þ.e. heilsuspillandi. Umræddar vörur eru því ólöglegar til innflutnings og markaðssetningar.

Matvælastofnun hefur ekki upplýsingar um að vörurnar séu til sölu á almennum markaði hér á landi. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka að vörurnar hafi komið til landsins í einkasendingum í gegnum vefverslanir. Matvælastofnun fólk til að kaupa ekki vörurnar eða neyta þeirra þar sem þær geta verið hættulegar heilsu fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×