Formúla 1

Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Felipe Massa og Jenson Button sem báðir eru líklega að fara að aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 um helgina.
Felipe Massa og Jenson Button sem báðir eru líklega að fara að aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 um helgina. Vísir/Getty
Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á „frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina.

Brasilíumaðurinn segist búast við því að keppnin á Yas Marina brautinni um helgina verði tilfinningaþrungin.

Massa sem kvaddi heimabrautina í Brasilíu í síðustu keppni á frekar leiðilegan máta, með því að enda á varnarvegg og þurfa að hætta keppni, vonast til að geta gert betur í síðustu keppni ferilsins.

Sjá einnig: Massa:Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi.

„Þetta verður tilfinningaþrungin kepni. Maður reynir að hugsa ekki of mikið um það þegar maður er í bílnum, þá reynir maður bara að standa sig eins vel og hægt er,“ sagði Massa.

„Þetta er skemmtileg braut, það er mikið af aðdáendum sem kunna að njóta sín og auðvitað er þetta kvöldkeppni sem er áhugavert fyrir okkur öll,“ hélt Massa áfram.

„Ég vona innilega að síðasta og 250. keppni mín í Formúlu 1 verði frábær. Við verðum auðvitað með stórt teitii. Vonandi getum við fagnað góðum úrslitum þar,“ sagði Massa að lokum.

Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir feril Felipe Massa í Formúlu 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×