Fótbolti

Marklínutækni á HM kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marklínutæknin hefur gefið góða raun í ensku úrvalsdeildinni.
Marklínutæknin hefur gefið góða raun í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest að marklínutækni verði notuð í öllum leikjum HM kvenna í sumar. Mótið fer fram í Kanada.

Hawk-Eye kerfið verður notað en það er það sama og er við lýði í ensku úrvalsdeildinni. Er þetta í fyrsta sinn sem að marklínutækni verður nýtt á stórmóti í knattspyrnu kvenna.

FIFA hefur legið undir ámæli fyrir kynjamisrétti þar sem að gervigrasvellir verða notaðir á mótinu, ólíkt því sem tíðkast á HM karla. 84 leikmenn frá þrettán löndum lögðu fram kæru vegna þessa en hópurinn dró kæruna til baka í janúar.

Mótið hefst þann 6. júní og stendur yfir til 5. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×