Innlent

María Lilja um nærfatamæðgur: Auglýsing með margar klámtilvísanir

Auglýsingin með mæðgunum.
Auglýsingin með mæðgunum.
„Þykir okkur ekki undarlegt að stilla upp móður og dóttur í kynþokkafullum nærklæðum í auglýsingu og eru  það ekki eðlileg viðbrögð allra að staldra aðeins við og spyrja nokkurra siðferðisspurninga?“ spyr femínistinn María Lilja Þrastardóttir, sem gagnrýnir íslensku mæðgurnar sem voru í nærfataauglýsingu á vegum undirfatafyrirtækisins The Lake & Stars.

Auglýsingin var birt á bandaríska vefnum Huffington Post og hneyksluðust margir Bandaríkjamenn á auglýsingunni. Þá ekki síst vegna þess að mæðgur sátu léttklæddar fyrir.

Á vef Smugunnar gagnrýnir María Lilja viðhorf Íslendinga til auglýsingarinnar, sem var að öllu jöfnu jákvætt, að hennar mati.

„Nú veit ég ekki hvað veldur en velti því þó fyrir mér hvort fólk sé upp til hópa orðið svo gegnsýrt af klámvæðingunni að það átti sig ekki á því á hvað það er að horfa?“

Skrifar María Lilja og útskýrir að auglýsingin hafi margar tilvísanir í klám.

„Þarna höfum við tvær fallegar, grannvaxnar konur á undirfötum sem eru auglýst sem „sexy lingerie”. Þær eru klæddar í sokkabönd og liggja ansi frjálslega og opinmynntar með tómt augnaráð við hlið nokkurra viðardrumba, sem mætti hæglega túlka sem reðurtákn.“

Hægt er að lesa áhugaverðan pistil Maríu Lilju hér.


Tengdar fréttir

Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn

"Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×