María Helga vann gull og brons í Svíţjóđ

 
Sport
23:30 20. MARS 2016
María Helga međ verđlaunin sín í Malmö.
María Helga međ verđlaunin sín í Malmö. MYND/KAÍ

María Helga Guðmundsdóttir, karatekona, gerði vel á opna sænska meistaramótinu sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina.

María Helga gerði sér lítið fyrir og vann kumite-keppnina í -55 kg flokki. Manu Gurung frá Nepal sem átti að vera mótherji hennar í undanúrslitum mætti ekki og komst María því beint í úrslitin.

Þar mætti hún finnsku landsliðskonunni Ann-Marie Nummila. María Helga stýrði bardaganum frá upphafi og náði fljótt forystu með góðu sparki í höfuð Ann-Marie, sem síðan náði að svara með höggi í höfuð Maríu.

En María Helga sýndi styrk sinn og náðu góðu hringsparki í síðu þeirra finnsku og vann viðureignina örugglega, 5-1.

Í kata vann María Helga til bronsverðlauna. Eftir að vinna fyrstu tvær viðureignir sínar mætti María Helga Melina Kazakidis frá Danmörku í undanúrslitum.

Sú danska hafði betur og því ljóst að María Helga myndi keppa um bronsverðlaunin. Í viðureigninni um bronsið mætti María Helga A. Johannsson frá Svíþjóð. María Helga sýndi kata Gojushiho-sho og vann viðureignina nokkuð örugglega.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / María Helga vann gull og brons í Svíţjóđ
Fara efst