FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 08:00

Talstöđvabanni aflétt

SPORT

Manning ćtlar ađ hćtta

 
Sport
23:10 28. FEBRÚAR 2016
Manning ćtlar ađ hćtta
VÍSIR/GETTY
Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar

Peyton Manning mun tilkynna fyrir lok næstu viku að hann hafi spilað sinn síðasta leik í NFL-deildinni. Þetta er fullyrt í Denver Post.

Manning verður fertugur þann 24. mars og á ótrúlegan feril að baki. Hann er án nokkurs vafa einn besti leikstjórnandi NFL-deildarinnar frá upphafi og hefur slegið fjölda meta á ferli sínum.

Hann varð meistari með liði sínu, Denver Broncos, fyrr í mánuðinum eftir sigur á Carolina Panthers í úrslitaleiknum. Það var hans annar meistaratitill á átján ára ferli í NFL-deildinni.

Hann gaf sterklega til kynna eftir sigur Broncos á New England Patriots í úrslitaleik AFC-deildarinnar að hann myndi hætta, þegar hann þakkaði Bill Belichick, þjálfara Patriots, fyrir allar þær baráttur sem þeir hafa háð sín á milli.

„Þetta gæti orðið síðasta ródeó-ið mitt. Ég vildi bara segja að þetta hefur verið ánægjulegt,“ sagði Manning þá.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Manning ćtlar ađ hćtta
Fara efst