Sport

Manning ætlar að hætta

Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar
Peyton Manning mun tilkynna fyrir lok næstu viku að hann hafi spilað sinn síðasta leik í NFL-deildinni. Þetta er fullyrt í Denver Post.

Manning verður fertugur þann 24. mars og á ótrúlegan feril að baki. Hann er án nokkurs vafa einn besti leikstjórnandi NFL-deildarinnar frá upphafi og hefur slegið fjölda meta á ferli sínum.

Hann varð meistari með liði sínu, Denver Broncos, fyrr í mánuðinum eftir sigur á Carolina Panthers í úrslitaleiknum. Það var hans annar meistaratitill á átján ára ferli í NFL-deildinni.

Hann gaf sterklega til kynna eftir sigur Broncos á New England Patriots í úrslitaleik AFC-deildarinnar að hann myndi hætta, þegar hann þakkaði Bill Belichick, þjálfara Patriots, fyrir allar þær baráttur sem þeir hafa háð sín á milli.

„Þetta gæti orðið síðasta ródeó-ið mitt. Ég vildi bara segja að þetta hefur verið ánægjulegt,“ sagði Manning þá.

NFL

Tengdar fréttir

Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta

Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta.

Peyton fór í Disneyland

"I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×