Enski boltinn

Manchester City og Chelsea bæði kærð fyrir hegðun leikmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tækling Sergio Aguero gerði allt vitlaust.
Tækling Sergio Aguero gerði allt vitlaust. Vísir/Getty
Manchester City og Chelsea þurfa bæði að svara fyrir hegðun leikmanna sinna fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur nefnilega ákært bæði Manchester City og Chelsea eftir að allt varð vitlaust á Ethiad-leikvanginum.







Leikmönnum liðanna lenti saman undir lok stórleiks Manchester City og Chelsea um helgina en Chelsea vann leikinn 3-1 eftir að liðsmenn Manchester City höfðu farið afar illa með mörg dauðafæri.

Klúðrið og mótlætið fór illa í pirraða leikmenn Manchester City sem gerðu sig seka um óíþróttamannslega hegðun á lokamínútunum.

Tveir leikmenn Manchester City fengu að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins, Sergio Aguero fyrst fyrir brot og svo Fernandinho fyrir að taka Cesc Fabregas hálstaki og hrinda honum út fyrir völlinn.

Það var ljót tækling Sergio Aguero á David Luiz sem gerði allt vitlaust.

Sergio Aguero er á leiðinni í fjögurra leikja bann og Fernandinho fer í þriggja leikja vann.

Chelsea-menn sluppu við spjöld en félagið sleppur samt ekki við ákæru og þarf að svara fyrir þátt sinna leikmanna í ryskingunum.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×