Innlent

Málverk í misgripum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Facebook
Þegar Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir fluttist búferlum fyrir skömmu var fjöldanum öllum af málverkum hent fyrir slysni.  Í miðjum flutningunum gleymdist að sækja verkin og varð það að lokum til þess að leigusalinn ákvað að fara með þau á móttökustöð Sorpu í Kópavogi.

Þegar Jónheiður frétti af afdrifum verkanna brást hún skjótt við og hafði samband við Sorpu en þá reyndust verkin á bak og burt. „Þau hafa að öllum líkindum verið seld í Góða Hirðinum eða þá að einhver hafi nálgast þau í nytjagáminn áður en þau komust í sölu“ segir Jónheiður.  Verkin hafa mikið tilfinningalegt gildi og óskar Jónheiður eftir aðstoð við að hafa uppi á þeim.

Eitt verkanna er stærðarinnar mynd í ramma, ríflega metri að breidd, af Mývatni eftir Jósep Kristjánsson sem var sérstaklega máluð fyrir fjölskyldu Jónhildar og biðlar hún til þeirra sem keypt hafa málverk frá Góða hirðinum í liðinni viku að hafa samband við sig enda er verkanna sárt saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×