Innlent

Mál Birnu komið til héraðssaksóknara

Samúel Karl Ólason skrifar
Grænlenskur maður er grunaður um að hafa orðið Birnu að bana og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi í frá 19. janúar.
Grænlenskur maður er grunaður um að hafa orðið Birnu að bana og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi í frá 19. janúar. Vísir/Eyþór
Mál Birnu Brjánsdóttur er nú komið til embættis héraðssaksóknara sem mun ákveða hvort að ákærða verði gefin út í málinu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Grænlenskur maður er grunaður um að hafa orðið Birnu að bana og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi í frá 19. janúar.

Lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sitja lengur í gæsluvarðhaldi en í tólf vikur án þess að ákæra sé lögð fram. Héraðssaksóknari hefur því um fjórar vikur til að taka ákvörðun.

Ólafur segir þó embættið hafi verið í samskiptum við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og fylgst með framvindu málsins.

„Við þekkjum efnið nokkuð vil. Við erum ekki að koma köld að þessu núna og höfum verið með frá því að málið hófst,“ segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×