Íslenski boltinn

Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar
Magnús Gylfason
Magnús Gylfason Vísir/Valli
„Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum.

„Það er grín að hlusta á svona kjaftæði. Þið getið spurt Sigurð (Egil Lárusson) sem er besti vinur hans út í þetta. Ég nefndi hann ekki einu orði á fundinum. Ég hlusta ekki á svona kjaftæði.

„Valur spilar fótbolta og ef þið horfuðu á leikinn þá sáuð þið hvort liðið var að spila fótbolta. Við spiluðum mjög vel og ég er stoltur bæði af áhorfendum sem studdu okkur og að við spiluðum fótbolta í 90 mínútur og sköpuðum okkur nóg af færum til að vinna þennan leik.

„Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum? Voru einhver gróf brot? Ég held að þú ættir að horfa aftur á leikinn,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvort leikmenn hafi sjálfir lagt það upp að brjóta á Aroni Elís í hvert skipti sem hann snerti boltann.

„Góður leikmaður lendir í því að það sé brotið á honum. Það var ekki skipulagt upplegg. Þetta var langt því frá grófur leikur.

„Stigið gerir lítið fyrir okkur. Við hefðum verðskuldað þrjú. Við erum hættir að hugsa um Evrópusætið. Við hugsum bara um einn leik í einu. Við hefðum þurft að fá þrjú stig til að stríða Víkingunum,“ sagði Magnús að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×