Innlent

Mælt með meiri öryggisgæslu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sérsveitarmenn í Leifsstöð.
Sérsveitarmenn í Leifsstöð. Fréttablaðið/Stefán
Fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kallar á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæsluyfirvalda að því er segir í matsskýrslu ríkislögreglustjóra um Schengen-samstarfið fyrir innanríkisráðherra.

Þá kallar áframhaldandi þátttaka í Schengen á úrbætur í öryggismálum. Auka þarf eftirfylgni með dvalarleyfum og farþegalistagreiningu.

Staðan var metin í ljósi þrýstings sem mikill straumur útlendinga og flóttamanna og fleira hefði á Scheng­en-samstarfið.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×