MIĐVIKUDAGUR 18. JANÚAR NÝJAST 16:30

Guđmundur sýnir Dönum stóra bíla og íslenska hesta

SPORT

Mađur handtekinn fyrir ađ káfa á fjölda kvenna

 
Innlent
09:26 28. FEBRÚAR 2016
Miđborg Reykjavíkur
Miđborg Reykjavíkur VÍSIR/HARI

Það var svo sannarlega erilsamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, aðfaranótt sunnudags. Eftir því sem fram kemur í dagbókarfærslum lögreglunnar þurfti hún að sinna á sjötta tug útkalla í nótt sem flest tengdust ölvun.

Laust eftir miðnætti í nótt kom stúlka á lögreglustöðina við Hverfisgötu sem tilkynnti að hún hafði verið rænd af stúlku skömmu áður. Sú hafi verið vopnuð eggvopni. Stúlkan sem kom á stöðina sagðist hafa verið að bíða eftir bróður sínum sem var að klára vinnu á veitingastað í vesturbæ Reykjavíkur. Málið er til rannsóknar.

Þá réðst kona á dyravörð á skemmtistað í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar brást hún illa við þegar átti að vísa henni út af staðnum og hafi hún því slegið tvo dyraverði. Í framhaldi af því var „hún tekin í tök,“ eins og það er orðað í dagbókarfærslunni. Það lagðist illa í karlmann sem var með konunni og réðst hann í kjölfarið á dyraverðina. Lögregla kom á vettvang og skakkað leikinn. Rætt við alla aðila málsins og að því loknu „voru gerendur lausir“.

Fjölþreifinn karlmaður var að sama skapi handtekinn í nótt eftir að tilkynningar bárust af manni sem káfaði á konum í miðbænum. Þegar lögreglan kom á vettvang gátu í það minnsta fjórar konur bent á hann sem geranda. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar af honum rennur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Mađur handtekinn fyrir ađ káfa á fjölda kvenna
Fara efst