Fótbolti

Madrídingar sneru taflinu við á seinasta hálftímanum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronaldo er í hópi markahæstu leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar.
Ronaldo er í hópi markahæstu leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Real Madrid náði toppsætinu á ný í spænsku deildinni í fótbolta með 3-2 sigri á Villareal á útivelli eftir að hafa lent 0-2 undir í upphafi seinni hálfleiks.

Manuel Trigueros og Cedric Bakambu komu Villareal 2-0 yfir í upphafi seinni hálfleiks og virtist allt stefna í annað tap toppliðsins í röð.

Gareth Bale minnkaði hinsvegar muninn á 64. mínútu og tíu mínútum síðar var Cristino Ronaldo búinn að jafna metin af vítapunktinum.

Varamaðurinn Alvaro Morata kom Real Madrid yfir á 83. mínútu aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður fyrir Karim Benzema.

Reyndist það vera sigurmark leiksins en Madrídingar eru því komnir með eins stiga forskot á Börsunga á ný á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×