Innlent

Má ekki bera Beinteins sem millinafn

Birgir Olgeirsson skrifar
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Aðalvíkingur, Eskja, Rósalía, Arngarður, Þórbjarni, Mói og Kai.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Aðalvíkingur, Eskja, Rósalía, Arngarður, Þórbjarni, Mói og Kai. Vísir/Daníel
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Aðalvíkingur, Eskja, Rósalía, Arngarður, Þórbjarni, Mói og Kai.

Sótt var um leyfi fyrir eiginnafninu og millinafninu Builien. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber ein kona nafnið Builien og er hún fædd árið 1989. Nafnið kemur hins vegar ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Segir mannanafnanefnd að nafnið geti því ekki talist hafa öðlast hefð hér á landi og er nefndinni því skylt að hafna því samkvæmt lögum. Þá er nafnið Builien ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir því ekki lög um mannanöfn.

Þá var einnig sótt um millinafnið Beinteins en mannanafnanefnd bendir á að nöfn sem hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, ekki heimil sem millinöfn samkvæmt lögum um mannanöfn.

Samkvæmt gögnum málsins ber langafi þess barns sem ætlunin var að gefa millinafnið Beinteins eiginnafnið Beinteinn. Þau tengsl fullnægja ekki lögum um mannanöfn að mati nefndarinnar.

Þá var óskað eftir því að taka upp föðurkenninguna Lórenzdóttir en mannanafnanefnd samþykkti þá umsókn og sagði ekkert í lögunum standa í vegi fyrir því að fallast á beiðnina. 

Þá var sótt um móðurkenninguna Tönyudóttir og féllst mannanafnanefnd á þá beiðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×