Innlent

Lyf send með flugi til Eyja - ekkert siglt í dag

Tryggt er að ekki skortir lyf í Vestmannaeyjum þó mjólkin sé af skornum skammti
Tryggt er að ekki skortir lyf í Vestmannaeyjum þó mjólkin sé af skornum skammti
„Við höfum fengið lyfin send með flugi. Það er því enginn skortur hér," segir Tryggvi Ágúst Ólafsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjum og heilsu í Vestmannaeyjum. Þangað barst lyfjasending með flugi bæði í dag og í gær.

Nokkuð er farið að fækka í hillum matvöruverslana í Vestmannaeyjum eftir að ferðum Herjólfs var endurtekið frestað. Þannig er fólk farið að skorta mjólk og aðra ferskvöru en fyrirferðalitlar nauðsynjavörur á borð við lyf hafa verið send til Vestmannaeyja með flugi.

Til stóð að Herjólfur færi þrjár ferðir í dag en þeim var öllum aflýst. Mögulegt er að næsta ferð verði farin í fyrramálið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×