Fótbolti

Lokeren enn á toppnum í Evrópudeildar-umspilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi er fastamaður í vörn Lokeren.
Sverrir Ingi er fastamaður í vörn Lokeren. vísir/anton
Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörn Lokeren þegar liðið vann 2-1 sigur á Mouscron-Péruwelz í umspili um sæti í Evrópudeildinni í belgíska boltanum í kvöld.

Átta lið fara í Evrópudeildar-umspilið og er þeim skipt í tvo fjögurra liða riðla. Lokeren er í toppsæti riðils B með 10 stig eftir fjóra leiki.

Sverrir Ingi, sem er 21 árs, hefur verið fastamaður í liði Lokeren síðan hann kom frá Viking í byrjun febrúar.

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahópi Zulte-Waregem sem tapaði 0-1 fyrir Waasland-Beveren á útivelli í A-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×