Innlent

Lokatölur fyrir landið allt: Ekki möguleiki á tveggja flokka stjórn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki er möguleiki á að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Þetta varð ljóst eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir á tíunda tímanum í dag. Til þess þurfa tveir flokkar ná sama 32 sætum en engir tveir flokkar ná því.

Kjörsókn var 79,2 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 55,050 atkvæði eða 29 prósent og 21 þingmann. Á eftir kemur VG með 30,116 atkvæði eða 15,9 prósent og 10 þingmenn.

Píratar fá einnig 10 þingmenn, 27,449 atkvæði og 14,5 prósent. Framsóknarflokkurinn fékk 21,791 atkvæði og 11,5 prósent og 8 þingmenn.

Viðreisn fékk 19,870 atkvæði, 10,5 prósent og 7 þingmenn. Björt framtíð fær 13,578 atkvæði, 7,2 prósent og fjóra þingmenn.

Samfylkingin hlýtur sína verstu kosningu frá stofnun sinni, þrjá þingmenn, 10,893 atkvæði og 5,7 prósent.

Auðir seðlar voru 4,916 eða 2,5 prósent. Ógild atkvæði voru 658

Engir tveir flokkar geta myndað saman meirihluta. 63 þingmenn sitja á Alþingi og því þarf 32 sæti til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, með Píratar eða VG, gætu myndað stærstu blokkina með 31 þingmann, einum þingmanni frá því að geta myndað meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×