Innlent

Lögreglan komin með myndir ferðafólksins

mynd/AFP
Lögreglan á Stykkishólmi hefur nú rætt við ferðamennina ítölsku sem fyrst tilkynntu um hvítabjörn við Geitafjall. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar á bæ var ekki hægt að sjá að um hvítabjörn hafi verið ræða. Lögreglan útilokar þó ekkert.

Ferðamennirnir, sem eru frá Ítalíu, voru á ferð um Norðurland þegar þau náðu myndunum. Þau tilkynntu síðan um ferðir dýrsins.

Kristján Þorbjörnsson, yfirlögreglumaður á Blönduósi, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að það væri formsatriði að fá að skoða þessar myndir. Þó svo að hvítabjörnin væri ekki sýnilegur á myndunum þá myndi það ekki hafa áhrif á gang mála, enda er talið að hvítabjörnin hafi gengið á land við Geitafjall í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×