Innlent

Lögregla leitar Þorleifs í höfninni

Bjarki Ármannsson skrifar
Öryggismyndavélaupptökur benda til þess að Þorleifur hafi klifrað inn á afgirt hafnarsvæði.
Öryggismyndavélaupptökur benda til þess að Þorleifur hafi klifrað inn á afgirt hafnarsvæði. Vísir/Getty/Einkasafn
Lögregla á Jótlandi í Danmörku leitar nú Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist á laugardaginn, í höfninni í bænum Frederikshavn. Upptökur öryggismyndavéla sýna mann sem svipar til Þorleifs klifra girðingu við höfnina snemma á laugardagsmorgni.

Sjá einnig: Móðir týnda Íslendingsins: „Þetta er svo yndislegur strákur“

Þetta er haft eftir lögreglu í frétt vefsins Nordjyske.dk. Síðustu skilaboð Þorleifs áður en hann hvarf voru til vinkonu sinnar er hann yfirgaf veitingastað í bænum rétt eftir klukkan sex að morgni laugardags. Hann sagðist þá vera á leið heim til hennar en öryggismyndavélar sýna að hann gekk af stað frá veitingastaðnum til austurs í átt að höfninni, en ekki til suðurs í átt að húsi vinkonu sinnar.

Enginn hefur séð Þorleif síðan hann yfirgaf staðinn, slökkt er á farsíma hans og greiðslukort hans hefur ekki verið notað. Lögregla hafði áður notast við leitarhunda í von um að finna slóð Þorleifs en nú leitar hún fyrst og fremst í höfninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×