Innlent

Lögðu 11 milljarða inn á sjóð 9 eftir að hann lokaði

Ríkið lagði peningamarkaðssjóði 9 í Glitni til ellefu milljarða króna eftir að honum hafði verið lokað vegna þess að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var stjórnarmaður í sjóðnum. Þetta fullyrti Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, í Íslandi í dag.

„Ríkið lagði þessum sjóði til peninga sérstaklega eftir að búið var að loka honum," sagði Sigurður og bætti við að það hefði verið ákvörðun fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Hann sagði að slíkt hið sama hefði ekki verið gert við aðra sjóði.

Sigurður sagði ljóst að litið hafi verið svo á að ríkið væri orðið hluthafi í bankanum á þessum tíma og stjórnvöld hafi ekki viljað að sjóður sem þingmaður bæri ábyrgð á væri lokaður. „Þetta er eina skýringin," sagði Sigurður.

Vísir hefur reynt að ná tali af Illuga Gunnarssyni í kvöld, en án árangurs.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×