Innlent

Ljósleiðarinn milli Borgarness og Ólafsvíkur slitnaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Ólafsvík. Slit ljósleiðarans hefur áhrif á nettengingu á öllu Snæfellsnesi.
Frá Ólafsvík. Slit ljósleiðarans hefur áhrif á nettengingu á öllu Snæfellsnesi. Vísir/Pjetur
Slit varð á ljósleiðara Mílu milli Borgarness og Ólafsvíkur um klukkan 13.20 í dag. Viðgerðarmenn eru farnir af stað á svæðið til viðgerða.

Að sögn Sigurrósar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu, liggur ekki fyrir hversu mikið slitið er eða hvers vegna það varð.

„Þetta hefur heilmikil áhrif á nettengingu og í raun á allt Snæfellsnesið. Það tekur einhverja klukkutíma að gera við þetta en við tökum svona slit alltaf mjög föstum tökum og viðgerð hefst um leið og okkar menn koma á staðinn,“ segir Sigurrós.

Hún segist nánast geta fullyrt að viðgerð verði lokið í dag þó að viðgerðartíminn taki auðvitað mið að því hversu slæmt slitið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×