Innlent

Ljósastaur á svölunum á 17. hæð

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Stjórn húsfélagsins gaf leyfi fyrir listaverkinu til bráðabirgða í eitt ár.
Stjórn húsfélagsins gaf leyfi fyrir listaverkinu til bráðabirgða í eitt ár. fréttablaðið/valli
Tæplega fimm metra hár ljósastaur skreytir nú svalir íbúðar á sautjándu hæð við Vatnsstíg 18. Ljósastaurinn er hluti af listaverki eftir Kristin E. Hrafnsson og er leyfi borgarinnar fyrir því tímabundið fram til 15. september.

Leyfi frá húsfélaginu til bráðabirgða í eitt ár fylgdi umsókn eiganda íbúðarinnar, Sigurðar Gísla Pálmasonar. Að ári liðnu á að skoða „hvort einhver óæskileg áhrif hafi komið í ljós“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×