Enski boltinn

Liverpool vonast eftir fyrsta sigrinum í fjórum leikjum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Balotelli að koma inn á sem varamaður
Balotelli að koma inn á sem varamaður vísir/getty
Liverpool sækir Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag klukkan 13:30 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.

Liverpool hefur tapað þremur leikjum í röð, tveimur þeirra í deildinni, og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að falla ekki of langt aftur úr baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Crystal Palace þarf líka á stigunum þremur að halda því liðið er sem stendur í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og ekki aðeins náði í eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum.

Liðin skildu jöfn 3-3 á Selhurst Park undir lok síðustu leiktíðar þar sem möguleikar Liverpool á meistaratitlinum dvínuðu til muna. Liverpool komst í 3-0 í leiknum sem er ekki síst frægur fyrir myndir af grátbólgnum Luis Suarez í lok leiksins.

Mikil pressa er á Brendan Rodgers og Liverpool fyrir leikinn í dag og greinir breska slúðurpressan frá því að nokkur óánægja sé í leikmannahópi Liverpool vegna þess að Rodgers teflir Mario Balotelli í fremstu víglínu leik eftir leik, sama hversu illa hann spilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×