Fótbolti

Liverpool hefði lent á móti gamla liðinu hans Eiðs Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Besiktas sló Liverpool út í gær.
Besiktas sló Liverpool út í gær. Vísir/Getty
Liverpool og Tottenham féllu bæði út úr 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og Everton var eina enska liðið sem komst áfram í sextán liða úrslitin.

Það var dregið í sextán liða úrslitin í dag og þar lenti Everton á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev en Kolbeinn Sigþórsson og félegar í hollenska liðinu Ajax mæta Dnipro frá Úkraínu.

Liverpool-banarnir í Besiktas lentu á móti belgíska liðinu Club Brugge en með því liðið spilaði einmitt Eiður Smári Guðjohnsen í fyrra.

Tottenham-banarnir í Fiorentina drógust á móti Roma og það verður því ítalskur slagur í sextán liða úrslitunum.

Það verður líka spænskur slagur því spænsku liðin Villarreal og Sevilla drógust saman.

Leikirnir í 16 liða úrslitunum:

Everton - Dynamo Kiev

Dnipro - Ajax

Zenit St Petersburg - Torino

Wolfsburg - Inter Milan

Villarreal - Sevilla

Napoli - Dinamo Moskva

Club Brugge - Besiktas

Fiorentina - Roma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×