Innlent

Lítill ávinningur af risasveitarfélagi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Grétar Þór Eysteinsson.
Grétar Þór Eysteinsson.
Prófessor í stjórmálafræði segir lítinn ávinning af því búa til annað risasveitarfélag á Suðvesturhorninu. Hann efast um að það muni muni gagnast sveitarstjórnarsviðinu.

Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að hefja athugun á því á meðal nágrannasveitarfélaga bæjarins hvort vilji sé fyrir sameingingu þeirra, það er að segja Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness, þannig að úr verði eitt risasveitarfélag, eða borg, sem myndi telja um sjötíu þúsund íbúa.

Talsmenn hugmyndarinnar segja ávinninginn ótvíræðan. Aukin hagræðing auk þess sem sameining myndi styrkja sveitarstjórnarstigið.

Grétar Þór Eysteinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri sem skrifaði doktorsritgerð um sameiningar sveitarfélaga, er ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni.

"Ég held að þetta sé nokkuð langsótt hagræðing. Það er augljóst að það sparast bæjarfulltrúar og nefndarmenn. Það fækkar og sparast í yfirstjórn en þetta eru náttúrulega ekki stórar upphæðir á sjötíu þúsund manns," segir Grétar.

Grétar segir þó að mögulega sé það hollt fyrir Reykjavíkurborg að fá ákveðið mótvægi í öðru sveitarfélagi sem væri næstum jafn stórt höfuðborginni.

„En ég sé ekki allveg í fljótu bragði hvernig það að það verði næstum tvöhundruð í sveitarfélögum. Ég sé það illa fyrir mér að það styrki sveitarstjórnarstigið sem slíkt," segir Grétar.

Grétar segir það umdeilt í fræðunum hver sé besta stærð sveitarfélags. Oft sé talað um að hagkvæmasta einingin telji um tuttugu til þrjátíu þúsund íbúa.

„Hinsvegar er nú ekki til neinn stóri sannleikur í þessum málum," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×