Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi 25. maí 2011 18:00 Mun fleiri konur greinast með skjaldkirtilssjúkdóma en karlar. Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira