Erlent

Lítið aðhafst gegn spillingu

Orðrómur um stórar fjárhæðir á reikningum í Sviss.
Nordicphotos/AFP
Orðrómur um stórar fjárhæðir á reikningum í Sviss. Nordicphotos/AFP
Svisslendingurinn Mark Pieth, sem er yfirmaður nefndar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD gegn spillingu í viðskiptum, segir Austurríki vera griðastað spillingar.

Stjórnvöld hafi lítið gert til að hindra spillingu í viðskiptum. Meðal annars hafi engin rannsókn farið fram á því hvort austurrísk fyrirtæki hafi greitt stórar fúlgur á sínum tíma í mútur til stjórnar Saddams Hussein, eins og grunur leikur á um. Þá telur hann mögulegt að fé frá Saddam Hussein eða Moammar Gaddafi kunni að liggja á reikningum í Sviss.

Hávær orðrómur hefur auk þess undanfarna daga gengið um að Jörg Haider, hinn látni leiðtogi Frelsisflokksins, hafi átt stórfé á reikningum í Sviss, sem hugsanlega sé jafnvel komið frá Saddam eða Gaddafi.- gb


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×