Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Sunna karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2015 18:47 Hverinn Strokkur gaus rauðu í nokkur skipti eftir að litarefninu var hellt út í. Landeigendur tilkynntu málið til lögreglu í gær. mynd/marco evaristti Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43