Innlent

Listakona lofar baráttu samkynhneigðra

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Heather Shaw skapaði listaverkið sem nú rís á Bernhöftstorfunni.
Heather Shaw skapaði listaverkið sem nú rís á Bernhöftstorfunni. vísir/pjetur
Útilistaverkið Vegur vatnsins eftir bandarísku listakonuna Heather Shaw rís nú á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur. Verkið mun standa þar út ágústmánuð. Vegur vatnsins er innlegg góðgerðarsjóðsins Best Peace Solution til borgarinnar, en sjóðurinn stuðlar að sjálfsprottnum samfélagsverkefnum sem efla menningu, listir, náttúruvernd og friðarstarf.

Með verkinu vill listakonan þakka fyrir baráttu samkynhneigðra á Íslandi fyrir mannréttindum. 

Svona mun listaverkið koma til með að líta út
Charlie Annenberg, sem rekur Annenbergsjóðinn, er styrktaraðili Best Peace Solution en Icelandair Cargo hjálpaði til við flutninginn á verkinu. Suðulist ehf. setur verkið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×