Innlent

Braut það litla sem eftir var af fætinum

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Gunnar Karl Haraldsson fæddist með taugasjúkdóm sem á íslensku er kallaður taugatrefjaæxlager. Sjúkdómurinn hefur mörg einkenni og Gunnar hefur fengið að finna fyrir flestum þeirra, t.d. æxlum, blettum á líkamanum og fyrir tæpum þremur árum var annar fóturinn tekinn af í gegnum hnéð. Aðgerðirnar eru orðnar fleiri en Gunnar hefur tölu á.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum var vinstri fóturinn orðinn ansi fyrirferðarmikill og þungur og háði Gunnari mikið í daglegu lífi. Ákvörðunin að taka fótinn var tekin í samráði við lækna og var í raun ekki svo erfið í ljósi aðstæðna, segir Gunnar. „Ég er liprari núna, án fótarins, og sé ekki eftir þessu.“

Þrátt fyrir einstaka jákvæðni og létta lund hefur sjúkdómurinn óneitanlega haft áhrif á líf Gunnars alla tíð. „Mann langaði alltaf að vera í fótbolta með vinum sínum, manni fannst skrítið og ég skildi ekki hvers vegna ég gat ekki tekið þátt í þessum mótum þegar ég var yngri, farið með strákunum til Akraness og að keppa á Shell-mótinu og öllu þessu.“

Í dag er hann á vissan hátt þakklátur fyrir að hafa fæðst fatlaður en ekki orðið það síðar á lífsleiðinni, hann sé þannig betur búinn undir aðstæður sínar. 

Hér að ofan má sjá þátt Íslands í dag frá því í kvöld. 

Vísir/einkasafn
Vísir/einkasafn
Vísir/einkasafn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×